Endurhæfing

Altis hefur sérhæft sig í sölu á vörum fyrir endurhæfingu frá árinu 1980

Endurhaefing

Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af sjúkraþjálfunarvörum og hjálpartækjum og leggjum metnað okkar í að veita góða þjónustu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki/stofnanir.

 

Gott vöruúrval fyrir einstaklinga

Við bjóðum upp á mikið og gott úrval af nuddboltum og nuddrúllum, æfingateygjum frá Theraband, handlóðum, ökkla – og úlnliðslóðum, handstyrkingatækjum og fleiru.  Erum einnig með BioFreeze kæligel sem virkar vel á auma vöðva.

 

Gott vöruúrval fyrir sjúkraþjálfara

Við leggjum metnað okkar í að bjóða uppá gæða vörumerki og gott úrval fyrir sjúkraþjálfara. Við erum meðal annars með meðferðarbekki, lasertæki, shockwave tæki, hljóðbylgjutæki, tens tæki, togbekki, hljóðbylgjugel, cure teip (kinesiology teip) og íþróttatape.

 

Vinsamlegast hafið samband við Jóhannes W. Guðmundsson, johannes@altis.istil að fá frekari upplýsingar eða tilboð.

UPP