Íþróttahús og íþróttavellir

IMG_0489Við sérhæfum okkur í íþróttabúnaði fyrir íþróttahús og íþróttavelli.

Altis heftur tekið þátt í verkefnum við fjöldan allan af íþróttamannvirkjum á Íslandi svo og uppsetningu á sparkvöllum, strandblaksvöllum, gervigrasvöllum og ýmsum úti leiksvæðum.

 

Unnin verkefni fyrir Íþróttahús

Verkefni sem við höfum tekið þátt í eru m.a  í íþróttahúsinu í  Kórnum, Versölum, íþróttahúsi Seljaskóla, Valsheimilinu, íþróttahúsinu á Flúðum, íþróttahúsinu í Neskaupstað og  mörgum fleirum.

 

Vörur fyrir íþróttahús

Við bjóðum meðal annars upp á eftirfarandi vörur:

Gólf, parket, dúk, rimla, körfur, mörk, varamannabekki, skápa, stigatöflur, hástökksdýnur, fimleikabúnað, áhorfendabekki, áhorfendastúkur, bolta, svampbolta, sippubönd og fl.

 

Unnin verkefni fyrir Íþróttvelli

Verkefni sem við höfum tekið þátt í eru m.a Körfuboltavellir við Vík og Þorlákshöfn, strandblaksvöllur við Laugardalslaug og fleiri verkefni.

 

Vörur fyrir Íþróttavelli

Við bjóðum meðal annars upp á eftirfarandi vörur:

Gervigras, mörk, varamannaskýli, tartan, hlaupabrautir, planka, sandgryfjur, körfuboltaspjöld og margt fleira.

 

Við leggjum okkur fram við að veita alhliða þjónustu og viðhald á verkum okkar.

Vinsamlegast hafið samband við Einar Finnsson, einarf@altis.istil að fá frekari upplýsingar eða tilboð.

UPP