Íþróttasvið

Ástríða okkar liggur í íþróttum.

Altis ehf var stofnað 1974 á Laugarvatni og hét þá FÍFILL s/f.  Markmiðið með stofnun þess var að útvega íþróttakennurum íþróttabúnað af bestu gerð.

Fyrirtækið flutti til Hafnarfjarðar 1979 og nokkrum árum síðar breyttist nafn þess í P. Ólafsson ehf.  Starfsemi þess hefur vaxið hægt og bítandi og fleiri vöruflokkar bæst við.  Í apríl 2008 var nafni P.Ólafsson ehf breytt í Altis ehf.

Íþróttasvið Altis er metnaðarfullt svið sem elskar allar íþróttir.  Við erum með mörg vönduð vörumerki sem hjálpa þér að ná árangri og gera daginn skemmtilegri.

Markmið íþróttasviðs er bjóða uppá vandað vöruúrval og góða þjónustu.

Við erum meðal annars með eftirfarandi vörumerki: Under Armour, Polar, Cross, Select, New Era, Mizuno, Molten, Seger, Wowow og Umbro.

eya_11438333068

Í dag bjóðum við uppá íþróttabúnað, fatnað, bolta og skó fyrir allar aðstæður og öll tilefni.  Vörurnar okkar bæta líðan þína og frammistöðu og gera lífið skemmtilegra.

UPP