Góð ráð frá Ólafíu Kvaran til að hafa í huga við Utanvegahlaup
Hvaða hlaupaleiðum mælir þú með fyrir byrjendur? Það er mikilvægt að byrjandi velji hlaupleið þar sem undirlendið er fremur mjúk og þægilegt. Forðast að byrja á það fara mjög grýtta, bratta og tæknilega erfiðar leiðir.
Hvaða hlaupaleið er mín uppáhalds? Allir stígar í uppsveitum Hafnarfjarðar eru í uppáhaldi hjá mér enda nánast í bakgarði mínum og stutt fyrir mig að fara. Stígakerfið þar er fjölbreytt og nánast endalaust þar sem hægt er að tvinna ýmsum leiðum saman allt eftir því erfiðleikastigi og/eða vegalengd sem maður er að leita eftir. Hellingur, af mjúkum og rúllandi skógarstígum sem henta byrjendum fullkomlega yfir í krefjandi, tæknilega og harða stíga yfir hraunhellur eins og við Kaldársel og Helgafell. Stórhöfði og Helgarfellið eru frábær fyrir þá sem vilja hækkun og gott niðurhlaup.
Uppáhaldsvörur fyrir utanvegahlaup.
Réttu skórnir skipta mestu máli að mínu mati.
Cold Gear línan hjá Under Armour er langbest og mitt uppáhald fyrir útiæfingar og hentar allan ársins hring eiginlega hér á landi.
Mér finnst nauðsynlegt að hafa gott úr sem mælir allskonar, hraða, vegalengd, hjartslátt, hækkun, lækkun.
Að hafa góða tónlist í öðru eyranu er hvetjandi og drífur mig áfram. Ég er yfirleitt með bara í öðru eyranu af því að ég vil líka heyra umhverfishljóðin.
Svitaband um úlnlið til að þurkka blóð svita og tár/hor. 😊
Góð ráð til að hafa í huga við utanvegahlaup.
Byrja hægt og rólega. Byggja upp vegalengdina smátt og smátt og hafa 80% af álaginu þannig að þér líði vel og þú njótir þess að vera úti í náttúrunni. Það er nefnilega þannig að ef þú finnur að þér líður vel og finnst skemmtilegt þá eru miklu meiri líkur á að þú endist í hlaupunum og að það verði lífsstíll fremur en einhver skylda þín til að sinna heilsunni.
Utanvegahlaup setja öðruvísi álag á kroppinn en götuhlaup og því gott að vera viðbúin því. Þegar hlaupari er að stíga sín fyrstu skref utanvega þá er líklegt að viðkomandi finni fyrir meiri þreytu í ökklum og kálfum vegna síbreytilegs undirlags. Það er fljótt að venjast. Að hlaupa utanvega er einnig svakalega gott fyrir samhæfingu, einbeitingu, snerpu og jafnvægi. Þannig má segja að utanvegahlaup þjálfa einnig hugann.
Sem öryggisráðstöfun að venja sig á það að láta einhvern vita af ferðum manns ef maður er einn á hlaupum og taka síma með sér ef maður skyldi lenda í óhappi. Velja klæðnað eftir veðri þegar maður ætlar í lengri hlaup sem eru í ekki í alfaraleið. Hlaupari er fljótur að kólna niður ef hann stoppar td. vegna óhapps og þá er gott að vera með auka jakka/peysu og húfu.
Leggja áherlsu á kálfa, aftan og framan á lærum, nára og ökkla.
Dagur 2
30-60 min göngutúr
Dagur 3
Upphitun: 2 umferðir
Skokka 5 min
10 hnébeygjur
10 stiff
10+10 fótasveiflur
20 pogo hopp (eins og að sippa)
Æfing: Brekkusprettir (Finna sér góða aflíðandi brekku uþ.þ.b. 120m langa)
Vera orðin vel heitur fyrir brekkusprettina. Ef upphitunin að framan er ekki nægileg þá má bæta við 1 umferð.
Brekkusprettir: samtals 21 sprettur.
8x40m
6x60m
4x80m
2x100m
1x120m
Spretta upp brekkkuna og ganga tilbaka í næsta sprett. Vera búin að ná niður púls og öndun fyrir næsta sprett u.þ.b. 60 sek. Á milli vegalengda má hvíldin vera 120 sek.
Niðurskokk:
1 km
Teygjur og liðkun með áherslu á kálfa og læri.
Dagur 4
Léttur göngutúr eða virk hvíld.
Göngutúr 30-60 min. Gott að finna sér brekku eða tröppur og trítla nokkrar ferðir.
Dagur 5
Léttur göngutúr eða virk hvíld.
Sniðugt að fara í göngu utanvega og venjast síbreytilegu undirlaginu.
Dagur 6
Rólegt skokk. Þægilegt og gaman.
Upphitun:
3 umferðir
30 jumping jacks
10+10 hliðar og fram og aftur fótasveiflur
10 valhopp
10+10 afturstig
20 háar hnélyftur
20 hælar í rass
Æfing:
Skokka/hlaupa/ganga í 45-90 min.
Leggja áherslu á að líða vel. Ekki fara of hratt. Gott að miða við að vera á þeim hraða sem þú getur spjallað.
Teygja og liðka vel í lokin.
Dagur 7
Virk hvíld.
Breyta til; hjóla, synda, teygja, yoga, hugleiða. Létt hreyfing undir mjög litlu álagi.
Altis.is notar vefkökur ("cookies") til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að nota vefsíðuna okkar áfram samþykkir þú skilmála um vefkökur.SamþykkjaLesa meira