Hvers vegna ættum við að vera tengd þegar við hlaupum?
Þessa dagana eru allt og allir tengdari en nokkru sinni áður. Vinir og fjölskyldumeðlimir sem búa hinum megin á hnettinum geta átt myndsímtöl í rauntíma. Við getum stöðugt fylgst með lífi hvers annars í gegnum samfélagsmiðla. Bílar geta jafnvel tengst GPS gervihnöttum og netinu til þess að fá hugbúnaðaruppfærslur og aðrar úrbætur. Pældu í þessu: það er meiri reiknigeta í snjallsímanum þínum en NASA notaði til að koma manni á tunglið. Það er klikkað.
Eins og við var að búast hefur tengiþróunin náð til hlaupageirans. Við vitum meira en nokkru sinni fyrr um skilvirkni og árangur í hlaupum og þurfum ekki lengur að ráða hlaupaþjálfara til þess að bæta hlaupaformið eða búa til sjálfbæra og sérhannaða æfingaáætlun.
Við kynnum Under Armour snjallhlaupaskó. Þessar nýjustu vörur koma þér ekki (ennþá!) út í geim, en snjalleiginleikar þeirra hafa máttinn til að veita þér fullkomið yfirlit yfir hlaupin þín auk mikilvægra upplýsinga og greininga sem þú getur nýtt til að bæta þig.
Ef þú ert bara að mæla hraða þinn og vegalengd ertu að missa af helmingnum af heildarmyndinni. Í nokkrum af hlaupaskóm UA er innbyggður skynjari (e. integrated Record Sensor) sem með MapMyRun appinu er fullkomið fyrir tengingu. Frá því að bæta formið hjá þér til þess að fylgjast með ástandi skónna koma hér fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa tengingu á hlaupum:
1. MINNI TRUFLUN
Ef þú ert eins og meirihluti fólks getur mikill skjátími aukið óþarft stress í lífi þínu. Sem betur fer eru hlaup frábær leið til þess að ná jafnvægi bæði andlega og líkamlega. Með tengdum UA HOVR skóm getur þú rakið hlaupið þitt án þess að hafa símann með og án þess að ýta á „byrja“ takkann. Reimaðu skóna og drífðu þig út, skósólinn rekur hlaupið og skráir gögnin sem hann hleður síðan upp þegar þú ert komin(n) í námunda við símann þinn. Það er svona einfalt!
Ef þú ákveður að hlaupa með símann, tengdu skóna þá við MapMyRun appið og smelltu á „Start Workout.“ Þetta rekur leiðina með GPS og veitir þér meiri innsýn í hlaupið, svo sem hækkun og brennslu hitaeininga.
2. BÆTTU FORMIÐ MEÐ PERSÓNULEGUM ÞJÁLFUNARÁBENDINGUM
Sama hvort þú ert byrjandi eða einhver sem hefur hlaupið fleiri kílómetra en þú getur talið, þá getum við öll bætt hlaupaformið. Að gera það er í raun að nýta sér sinn mesta mögulega hraða, smá breytingar á hlaupastíl geta aukið skilvirkni (og þar með hraða) án aukins úthalds. Eftir að gögnum úr skynjaranum er hlaðið inn mun hlaupastílseiginleikinn í MapMyRun greina skrefin þín og veita mælanleg markmið og leiðbeiningar til að bæta formið þitt. Það gengur jafnvel skrefi lengra með því að greina allt hlaupið og sýnir þér hvar formið þitt dettur niður (eða er í góðum gír) á mismunandi hraða og tíma og hvernig þú getir bætt stöðugleika.
Til dæmis gæti ráð beint eftir hlaup verið m.a. „Skreflengdin þín var lengri en markmiðið“ og „Reyndu í næsta hlaupi að slaka á handleggjunum og sveifla þeim hraðar en með nettari sveiflu. Þetta getur á eðlilegan hátt stytt skrefalengdina.“ Þessi ráð verða nákvæmari með tímanum eftir því sem fleiri gögnum er safnað um hlaupin þín.
3. REKTU ALLT Í EINU
Þetta er ótrúlega einfalt og upplýsinga ríkt kerfi, þar sem UA HOVR hlaupaskór og MapMyRun veita þér ótrúlegt magn af gögnum sem eru alltaf aðgengileg. Þessi næmi skynjari skráir sjálfkrafa vegalengd og hraða án hjálpar GPS auk þess sem hann býr sjálfkrafa til eins kílómetra skiptingar eftir því sem hlaupinu hjá þér vindur fram. Auk þess skráir skynjarinn taktinn hjá þér (fjölda skrefa á mínútu), auk skreflengdar (fjarlægðina milli hvers skrefs sem stigið er með hægri).
4. FORÐASTU MEIÐSLI
Með því að fylgjast grannt með mælikvörðum á borð við takti og skreflengd getur þú bætt formið hjá þér og komið í veg fyrir álagsmeiðsli. Ákjósanlegt form er ekki bara fyrir hraða og skilvirkni heldur er það öruggara og getur aukið úthald. MapMyRun appið inniheldur skreflengdarreikni þar sem þú getur séð viðmiðunarskreflengd sem byggir á meðalhraða þínum (mínútur á kílómetra). Að miða við að halda háu hlutfalli skrefa þinna innan viðmiðunarmarka hjálpar við stöðugleika og kemur í veg fyrir vandamál á borð við beinhimnubólgu og hlauparahné.
5. FYLGSTU MEÐ ÁSTANDI SKÓNNA
Eins og áður hefur verið nefnt, snýst rakning á hlaupum ekki bara um vegalengd og hraða heldur getur MapMyRun haldið utan um ástand og veglengd skónna og látið þig vita þegar tími er kominn á nýtt par. Hafðu ekki áhyggjur af því að skipta út eða hlaða skynjararafhlöðuna því UA HOVR skórnir eru þróaðir þannig að skynjarinn endist lengur en sjálfur skórinn.
Altis.is notar vefkökur ("cookies") til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að nota vefsíðuna okkar áfram samþykkir þú skilmála um vefkökur.SamþykkjaLesa meira